Eiríkur Anthony Davíðsson Lynch
Englar alheimsins

Eiríkur Anthony Davíðsson Lynch

Englar alheimsins

Síðustu jól sat ég á sólríkri strönd á Nýja Sjálandi og las um skuggaleg og snjóþung stræti Reykjavíkur, ferðir Páls milli Mokka kaffihúss og Gamla bíós, mótmæli á Austurvelli og litla bresti í skynjun mannsins á raunveruleikanum.

Englar Alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson er ansi góð saga en ekki auðveld í myndrænni túlkun, markmið mitt var þó að vinna með eitthvað ofar minni getu og bæta þannig við þekkingu mína. Frá upphafi vissi ég að ég vildi vinna með myndræna frásögn. Það er eitthvað sem mig langar að verða betri í. Þá vakna upp spurningar: Hvaða form tekur þetta verkefni á sig?

Jú, myndasaga. Einföld í eðli sínu en fær mikið pláss til að breiða úr sér. Hver yrði þá sagan? Tja, ef ég ætla að leggja vinnu og tíma í þetta þá þyrfti hún að vera ansi góð. Og þannig er nú það, 10 vikna vinna sem leiddi mig hingað.

El1
El2
El3
El4
El5