Felix Manúel Bjarnason
Rafræn ímynd

Felix Manúel Bjarnason

Rafræn ímynd

Ég vil geta fært mína upplifun í verkið sem skilur eftir eitthvað hjá áhorfandanum. Í núinu og njóta út frá sjón okkar, heyrn og persónulegri orku sem situr í okkur. Stefna mín þróast nær ,,new media art” í bland við aðra. Að færa eitthvað nýtt sem myndar persónulegt gildi hjá hverjum og einum.

Ég útfæri nýjar stefnur sem þróast af gömlum verkum. Ég vann í þrívíddarforriti nýja veröld sem myndaðist við að hlusta á tónlist og tengdi allt saman. Tónlistin margfaldar áhrifin sem vídeóið skilar frá sér, þú upplifir þessar bylgjur af orku sem fellur á þig. Ósnertanlegt rými sem hefur verið gert í tölvu og er ekki til, ég sýni inn í minn ímyndaða heim sem tónlistin kallar fram. Að leyfa ímyndunaraflinu að ráða ferðinni.

Leiðbeiningar fyrir upplifun á verkinu: Mikilvægt er að vera í dimmu herbergi með góðum hljómbúnaði.

Lag: Rafmorðingi Blehe, eftir Stefán Má Högnason.

Felix 1 1
Felix 2
Felix 3
Felix 4
Felix 5
Felix 6
Felix 7