Innsetningin samanstendur af þremur fölskum veggjum. Á veggjunum eru fjöldi led-ljósa en það er efniviður sem ég hef unnið mikið með og er hrifin af. Síðastliðið ár eða svo hef ég verið að sanka að mér stuttum myndskeiðum af abstrakt mynstri og hreyfingum sem má finna í smáatriðum hluta í kringum okkur í daglegu lífi. Þessi myndskeið eru klippt saman og vörpuð á milli ljósanna.
Verkið er mínimalískt og því ekki konseptlist.
Þar sem verkið er unnið heimanfrá ákvað ég að leyfa áhorfendum að sjá bakvið tjöldin. Ég geri það með því að hafa staðsetningu verksins sýnilega en það er sett upp í bílskúrnum hjá æskuheimili mínu á Hagamel. Með því að sýna staðsetninguna og fölsku veggina í verkinu hleypi ég áhorfendanum nær og reyni með því að skapa persónulegri tengingu.
Efni: Blönduð tækni, 700x210 cm.