Fannar Már Skarphéðinsson
Jákvæðu hliðarnar

Fannar Már Skarphéðinsson

Jákvæðu hliðarnar

Markmið mitt í lokaverkefninu var að nýta mér eitt af mínum helstu áhugamálum, sem er skrásetningarteikning, til þess að segja sögu á einlægan og persónulegan máta.

Myndabók um pabba varð fyrir valinu. Pabbi er parkinsonsjúklingur og mig langaði að sýna á myndrænan hátt hvernig sjúkdómurinn spilar inn í hans daglega líf.

Eftir að hafa kynnt verkefnið fyrir Parkinsonsamtökunum styrktu þau útgáfu þess og mun bókin fara í dreifingu hjá félagsmönum þeirra.

Myndirnar vann ég með blekpenna og vatnslitum.


DZ9 A9544
DZ9 A9498
DZ9 A9543