Að sjá heiminn út frá sjónarhorni barns.
Börn eru svo stolt af því hversu stór og dugleg þau eru, en samt er umhverfið hannað fyrir miklu
stærri einstaklinga en þau. Enda ná þau flestum bara upp á mið læri.
Þema fyrri hluta bókarinnar snýst því um sjónarhorn barnsins á heiminn og hversu strembið það
getur verið að athafna sig í þessu risalandi.
Í seinni hlutanum er sjónarhorninu snúið við og barnið upplifir að það getur líka verið stærra en
aðrar lífverur, og athyglinni beint að ávinningnum af smæðinni.
Fullunnin bók myndi því innihalda til viðbótar frekari dæmi þar sem það upplifir máltækið „margur
er knár þótt hann sé smár,“ en þar kemur barnið til aðstoðar. Stundum getur hreinlega bara verið
heppilegra að vera smærri.
Sjónarhorn.
Ég ákvað að beina sjónarhorni mínu í aðra átt. Líffræðingi og þremur börnum síðar ákvað ég að
snúa mér að myndlistinni. Sú vegferð er bara rétt að hefjast en ég hygg á frekara nám.
Sem teiknari notast ég við margvísleg verkfæri og þykir skemmtilegast að blanda þeim saman, en
þau spanna allt frá blýanti, vatnslitum, bleki og málningu til klippimynda og útsaums.