ESMÓ (Elín Sigríður María Ólafsdóttir)
Litlir draumar

ESMÓ (Elín Sigríður María Ólafsdóttir)

Litlir draumar

Mín hugmynd var að bera verkin fram sem seríu og kalla hana Litla Drauma - aðallega vegna þess að það sem myndirnar sýna er eitthvað sem getur bara átt sér stað í hugum fólks á meðan það dreymir. Það er bara allt í lagi, því að það er gott að geta látið sig dreyma endrum og eins – ekkert að því- og ég held að flestir geti verið mér sammála í því. Myndirnar mínar eru eins og fjölbreyttar og furðulegar og þær eru margar, þó að það skrítna sé að þær eru ekki jafn skrítnar og ég!