Andrea Elizabeth Gavern
Cats

Andrea Elizabeth Gavern

Cats

Deild: Myndlist
Ár: 2020

Lokaverkefni mitt í myndlist nefnist CATS. Það er til komið af gönguferðum mínum um hverfið mitt til að skoða kisurnar, sem þar búa enda hef ég mikla ánægju af því að skoða kisur, strjúka þeim og tala við þær, það veitir mér ómælda gleði,

Allar eru kisurnar mjög skemmtilegar, en ólíkar og það finnst mér líka svo gaman. Sumar kisurnar eru mjög vinalegar, en sumar eru mjög feimnar. Af einhverjum ástæðum koma þær alltaf til mín þegar ég rétti út höndina til þeirra - enda er ég oft kölluð af Andrea the catwhisperer eða Andrea kattahvíslari eins og það heitir á íslensku.

Eins og fram kemur í verkunum mínum finnst mér gaman að gefa kisunum nöfn sem mér finnst eiga við hverja og eina og lýsir þeim best eins og þær koma mér fyrir sjónir eins og t.d. Whimsical, Dancing og Smiling Cat. (ég gef kisunum ensk nöfn af því að ég bjó svo lengi í Ameríku).

Ég er heppin að búa í hverfi þar sem mikið er af kisum, sem veita mér mikla gleði og gera lífið skemmtilegra og fjölbreytilegra á hverjum degi.