Dagur Sölvi Halldórsson
Gerðu bara eitthvað

Dagur Sölvi Halldórsson

Gerðu bara eitthvað

Ég er búinn að sturta kvíðanum niður í holræsið.

Ég gerði bara eitthvað og mér líður vel.

Seinustu tvö ár hafa verið uppfull af kvíða sem byggðist á þessari vorsýningu. Alveg síðan ég hóf skólagöngu mína hérna í Myndlistaskólanum í Reykjavík hef ég verið skíthræddur við að framleiða verk fyrir þessa vorsýningu. Þetta var svo rosalega heilagt í hausnum mínum og ef að ég gerði ekki eitthvað meistaraverk sem geymdi með sér dýpstu pælingarnar og svörin við öllum heimsins spurningum, þá væri ég ekki listamaður.

Nú eru þessi tvö ár komin og farin, ég nenni ekki að vera kvíðinn yfir þessu. Ég gerði bara eitthvað og þetta „eitthvað” var að mála orð og setningar sem hafa álíka mikla merkingu og botnfyllið í kaffibollanum mínum sem að ég sturtaði niður í vaskinn í morgun. Ég gerði bara eitthvað og ég er samt listamaður. Ég er búinn að sturta kvíðanum niður í holræsið.

Dsh 1
Dsh 2
Dsh 3
Dsh 4
Dsh 5
Dsh 6
Dsh 7
Dsh 8