Sem listamaður felst vinna mín við heldur óvenjuleg concept sem gjarnan þrýsta sjálfri mér og áhorfandanum út fyrir þægindarammann. Ég nýt þess þess að vekja fólk til umhugsunar um hluti sem teknir eru að gefnu í daglegu lífi og nærumhverfinu.
Verkið Ég sé mig því miður ekki færa til þess að skila af mér lokaverkefni tekur afstöðu í formi þess að taka ekki afstöðu til verkefnisins sem er fyrir hendi. Togstreita og barnsleg þrjóska orðuð kurteislega í tölvupósti til Einars Garibalda, deildarstjóra Sjónlistadeildar.
Verkið endurspeglar nám mitt við skólann og þá mörgu tölvupósta sem ég hef sent í leit minni að staðfestingu um að allt sé með felldu, þar sem ég hef ekki verið staðsett innan veggja skólans í önn og hálfa.