Lokaverkefnið mitt er barnabók fyrir 3-5 ára sem heitir “Mér líst ekkert á þetta.” Það fjallar um
söguhetju sem er mjög andsnúin því að nýr krakki flytji í húsið við hliðina og byrjar að gera sér
allskonar spaugilegar grillur um boðflennuna. Upprunalega átti bókin að fjalla lauslega um kvíða
aðalpersónunnar en í þróun verksins minnkaði sú áhersla og er hún meira gamansöm frásögn
um barn sem er að mála skrattann á vegginn. Bókin er máluð með gouache og vatnslitum.
Áhersla mín í byrjun námsins var svokölluð editorial illustration og er það enn, hinsvegar
enduruppgötvaði ég fyrri frásagnargleði og langar að skrifa og myndskreyta meira af eigin
verkum í framtíðinni auk þess að myndlýsa fyrir aðra.