Tekið er við umsóknum um nám á eftirfarandi námsleiðum:
- Listnám til stúdentsprófs er tveggja ára nám ætlað þeim sem ekki hafa lokið stúdentsprófi og hyggja á frekara nám í listgreinum eða störf á sviði skapandi greina.
- Eins árs fornám fyrir þá sem lokið hafa stúdentsprófi og hyggja á frekara nám í listgreinum eða störf á sviði skapandi greina.
- Eins árs nám í myndlist er fyrir alla sem hafa lokið starfsbraut í framhaldsskóla eða sambærilegu námi.
Tveggja ára viðbótarnám við framhaldsskóla sem er ætlað fólki sem lokið hefur stúdentsprófi og æskilegt af listnámsbraut eða sambærilegu námi. Námið hentar einnig nemendum sem lokið hafa háskólanámi í myndlist eða hönnun og vilja dýpka þekkingu sína á efni og aðferðum á einu af þessum sviðum. Skólinn býður upp á fjórar námsbrautir:
- Keramik
- Málaralist
- Teikning
- Textíll
Umsóknarfrestur 26. maí.