Í lokaverkefni Þórlaugar vann hún að rannsókn, tilraunum og þróun á jurtableki. Í vetrarríkinu sótti hún
efnivið að miklu leyti í matvöruverslanir af ýmsum toga, kryddhillur og grænmetis borð.
Litapallettan takmarkast af hráefnunum en höfundur valdi úr verk sem sjá má á snúrunni, önnur hvíla í
þvottakörfunni og enn önnur eru úr augsýn.
Jurtablekið endurspeglar hér breytileika lífsins og lífsskeiða en líkt og allt sem er lifandi taka jurtalitir
breytingum með tímanum, þeir dofna á mislöngum tíma.
Titill verksins, Tilfinninga viðrun, vísar í vinnuferli höfundar þar sem dagsformið fékk að ráða ferðinni í
myndverkunum án fyrirfram ákveðins ramma eða hugmynda. Vinna í flæði og tilfinningu. Sumar
tilfinningar sýnum við gestum og gangandi, aðrar útvöldum hópi og enn aðrar fær enginn að sjá.
Hráefni:
Bláber
Brómber
Hindber
Svartbaunir
Spínat
Rauðbeður
Túrmerik
Rósmarín
Sumac
Hibiscus
Women's tea
Kóríander
Mynta
Kaktuslús
Möðrurót
Weld
Indígó
Eikar kvoða
Rabbabararót
Járnvatn
Sítrónusýra
Koparvatn
Alun
Vínsteinn
Þvottasódi
Edik