Sóley Lúsía Jónsdóttir
Óm klumpar

Sóley Lúsía Jónsdóttir

Óm klumpar

Verkið eru sex leirskúlptúrar úr jarðleir. Formin eru ójöfn og mynda einhverskonar gárur og op í leirinn. Á skúlptúrunum eru strekktir girnistrengir sem gera það að verkum að þeir minna á hljóðfæri. Formin á þeim eru ávöl og náttúruleg sem er andstæða við beinu gegnsæu girnistrengina.

Innblásturinn af verkinu var í fyrstu ómeðvitaður en þar sem ég hef frá unga aldri spilað á strengjahljóðfæri og unnið með jarðleir þá sé ég að innblásturinn kemur þaðan, frá þekkingu minni og áhuga á þessu tvennu.

Heiti verksinns er Óm klumpar. Orðið „óm“ er dregið af orðinu „ómur“ sem þýðir „fjarlægur hávaði“. Orðið „klumpur“ þýðir „ólögulegt stykki af einhverju“.

Img 4230
Img 4354
Img 4390 Copy
Img 4357
Img 4343
Img 4245 Copy
Img 4332
Img 4305
Img 4328