Ég vildi sauma og vinna með innblástur frá Íslenska þjóðbúningnum í
útskriftarverkinu mínu og ákvað að skapa innsetningu í anda Fjallkonunnar.
Fjallkonan er Ísland í konulíki og táknar þannig náttúru og alla þá fegurð sem
landið hefur að bjóða. Hún táknar einnig hamfarir sem gætu átt sér stað vegna
eldgosa og jarðskjálfta, og táknar einnig baráttu Íslendinga fyrir sjálfstæði frá
Dönum. Hún er rosa dularfull, fagur og ,,agressív”, alveg eins og Ísland sjálft.
Ég huldi andlit hennar þar sem Fjallkonan er ekki manneskja heldur öll
íslandssagan, sú fallega og sú ljóta og ég stráði rauðu glimmeri yfir allt til að
tákna undirheim Íslands.
Ávarp Fjallkonunnar var flutt í fyrsta sinn 17. Júní árið 1947 af henni Öldu
Möller leikkonu en fyrsta hugmyndin um Ísland í konulíki sást í erfikvæðum
eftir danskt kóngafólk sem Eggert Ólafsson orti árin 1752 og 1766.