,,Paradoxie Paradoxia” er bókverk sem fjallar um breytingu hugarfars með
sjálfsspeglun. Bókin inniheldur 5 stutta texta sem fjalla um áhrifin sem
umhverfi og annað fólk hefur á mann. Hver texti er byggður á atburðum úr
mínu lífi, tilgangur bókarinnar er að safna saman öllum þeim mikilvægustu
breytingum og upplifunum sem ég hef gengið í gegnum á þessum punkt í lífi
mínu á einn stað. Með því að taka þetta allt saman í eina bók get ég lokað á
fortíðina, og einbeitt mér að því sem kemur næst.