Verkið Handalögmál er nokkurs konar innlit inn í minn hugarheim, þar sem miðlað er hugsanaformum sem sitja á sitthvorum pólnum. Annars vegar uppbygging og hins vegar niðurrif, að rækta og að rífa/klippa í sundur. Miðlað er í gegnum vídeó og hljóðverk, þar sem hljóðið er samspil truflanahljóðum eða white noise og klippum af minni rödd í samtali. Þannig er einnig vísað með hljóðinu í mitt hugsanaferli og mína innri rödd, og byggður upp hápunktur sem lýsir yfirþyrmandi hugsunum mínum hlutlausum, jákvæðum og neikvæðum, ofhugsun, eirðaleysi og óreiða. Með þessu samspili sjónrænnar og hljóðrænnar tjáningar vonast ég til að verkið sýni hina mannlegu hlið þegar það líður áfram án þess að vera mjög dramatískt.
Efni: Videó, lengd 05:29