Þorbjörg Ester Finnsdóttir
Friður, hamingja og frelsi

Þorbjörg Ester Finnsdóttir

Friður, hamingja og frelsi

Lokaverkið mitt eru þrjú málverk. Ég var byrjuð að mála verkið Hamingju þegar ég ákvað að gera seríu með þremur málverkum. Ég var búin að teikna nokkrar skissur hvernig ég vildi hafa verkið Friður og Frelsi, þannig í seríunni kemur Friður fyrst, Hamingja önnur svo Frelsi seinast.

Friður: Fékk hugmynd að mála unga stúlku með tvo úlfa við hól sem er með helli og fannst heitið Friður passa við málverkið, því stúlkan og úlfarnir gefa manni þannig tilfinningu.

Hamingja: Stúlkan og úlfarnir tveir eru orðin eldri og mér fannst passa betur að hafa þau inn í hellinum og fannst nafnið Hamingja passa við það því maður finnur ást og kærleika í málverkinu.

Frelsi: Ákvað að hafa stúlkuna með augun opinn og að úlfarnir tveir væru búin að eignast tvo hvolpa og hafa þau langt frá hellinum þannig að nafnið Frelsi passar við það.

Efni: Akrýl

1B
Frelsi (60x80 cm)
2B
Friður (60x80 cm)
3B
Hamingja (80x120 cm)