Endurminning eða endurfæðing
Kannski endurminning og svo endurfæðing
Og þó er víst, barnið aftur rís
það hlær, það skríður og syngur
það tjáir, það litar og dansar
Berfætt og nakið
vindurinn strjúkandi bakið
Það horfir til himins
Þarf ekki að leita í hverjum krók og kima
Til að sjá þar eldfima veru, líf og töfra
Dreki segir hæ, fljúgandi um allskyns litblæ
Og heilsandi upp á drekana
jafnvel tröllin, dvergana og álfana
Eitt er alltaf víst, barnið aftur rís
Manstu?
Á eftir endurminningu kemur endurfæðing
Svo andaðu bara inn, njóttu
svífðu um og fljóttu
Velkomin heim í hjartað
Nú verður alla daga fagnað
Fátt er víst, nema að barnið alltaf aftur rís
Stærð: 301,7fm3 - 99,7fm3 - 82,5fm3
Efni: Hænsnanet, pappír, bómullardúkur, stigi, jógadýna og frankincense.