Slavnesk þjóðsaga
Gamall maður bjó einn með dóttur sinni, sem þótti mjög falleg og góð. Einn daginn kynnist gamli
maðurinn konu og þau giftast. Kona þessi var norn. Nornin og dóttir hennar flytja inn til gamla mannsins
og dóttur hans en nornin varð afbrýðissöm út í fallegu dóttur gamla mannsins. Hún biður hann um að
senda hana í burtu. Gamli kallinn finnur ágætann mann fyrir dóttur sína og þau gifta sig. Stúlkan var
hamingjusöm með manni sínum og eignuðust þau lítin dreng. Enn var nornin afbrýðissöm. Hún fer til
stúlkunnar og leggur hana í álög, breytir henni í arys-polye [gaupa] og sendir hana langt út í skóg. Síðan
klæðir hún sína eigin dóttur í föt stúlkunnar og lætur hana þykjast vera hún. Fóstra barnsins var sú eina
sem vissi hvað hafði í raun gerst, og á hverjum degi fór hún út í skóg með litla drenginn og kallaði á
Arys-Polye. Arys-Polye kom hlaupandi og skipti um ham sinn, stúlkan lagði haminn á stein og tók litla
barnið sitt til þess að gefa honum að eta. Einn daginn fylgdi maður stúlkunar fóstrunni út í skóg, til þess
að athuga hvað hún væri að gera þar á hverjum degi. Maðurinn sá Arys-Polye breytast í konu sína og vissi
þá hvað hefði gerst. Næst þegar hann fór út í skóg tók hann með sér byssuna sína og skaut Arys-Polye.
Dýrið lá á sárum sínum, en þá birtist fallega stúlkan og var laus úr álögunum. Nornin og dóttir hennar
voru brenndar á báli.