Íris María Leifsdóttir
Augnablik

Íris María Leifsdóttir

Augnablik

Augnablik, er skrásetning umbreytinga í listaverkum sem gerð eru á tímum veirunnar.

Leirkerasmiðurinn, Antonía Berg og málarinn, Íris María Leifsdóttir unnu saman að bókverki þar sem þær tvinna saman leir og málningu. Bókin samanstendur af efni, bæði rituðu og myndrænu.

Við vildum ná augnablikum verkana sem við vissum að myndu breytast óðfluga í streymi náttúrunnar. Með ljósmyndun vildum við fanga brot af uppáhalds augnablikumunum í gerð listaverka. Með því náðum við að rýna betur í nærmynd, taka efnin úr samhengi, velta þeim fyrir okkur og mynda nýjar tengingar. Ferlið er stöðugt og því engin niðurstaða.

Við erum ólíkar, en nú opnuðum við á báða heima og samrýmdum hið gagnstæða. Við vörpuðum fram þekkingu okkar og unnum saman að listaverki. Við viljum bjóða áhorfendum að skyggnast í hugarheim okkar og fá að njóta augnablikanna sem birtast og hverfa með tímanum. Við rýndum inn í heim garðsins okkar og reyndum að komast nær verkunum, en upplifun okkar á nærmyndinni er að hún býr til nýtt landslag. Við fylgjumst með umbreytingum í verkum okkar sem gerast með tímanum. Verkin eru lifandi og í stöðugri þróun.