Guðný Sif Gunnarsdóttir
Byggfinningar

Guðný Sif Gunnarsdóttir

Byggfinningar

Deild: Fornám
Ár: 2021
Instagram: @gudnysif

Guðný Sif er 24 ára landsbyggðardama með stóra drauma. Hún hefur stundað nám við MÍR í vetur og er að útskrifast núna í vor og stefnir á áframhaldandi listnám í haust.

Við finnum öll fyrir tilfinningum býst ég við. En hefur þú pælt í því hvaða tilfinningar koma upp þegar þú stendur í kringum virðulegar byggingar? Hvað kemur fyrst upp í hugann þinn?

Lokaverkefnið mitt er þriggja mynda syrpa þar sem ég teikna inná mínar eigin ljósmyndir þær upplifanir og tilfinningar sem koma yfir mig þegar ég virði fyrir mér þessar tilteknu byggingar. Titill verksins er smá orðaleikur og á að gefa smá til greina um hvað verkið fjallar, byggingar og tilfinningar; byggfinningar.

Efni: Blönduð tækni. Ljósmyndir og tölvuteikning.

Gsg Mockup 1Efsta
Gsg 1
Gsg 2
Gsg 3