Í miðri lokaverkefnaviku skall á andleg bugun. Hvers vegna? Því í samfélaginu byrjaði enn ein byltingin gegn kynferðisofbeldi. Ég sogaðist inn í frásagnir hátt í hundrað íslendinga varðandi ofbeldi og fann til með þeim öllum. Við það missti ég raunar allan metnað og viljastyk. Hausinn á mér fór á fullt, ég varð reið og pirruð að við þyrftum alltaf að taka sama slaginn aftur og aftur. Hvenær mun heimurinn bætast? Þrátt fyrir að vera hálfnuð með annað verk, ákvað ég að reyna að nýta reiðina og pirringin við sköpun út frá eigin upplifunum.
Verkið er rammað inn með borðum, því ég vil ekki að fólk komist nógu nálægt mér til að lesa smáa letrið.
Stærð: 54 x 36 cm
Efni: Gouache á vatnslitapappír