Erla Rut Pétursdóttir
Kaflaskipti

Erla Rut Pétursdóttir

Kaflaskipti

Eftir að hafa fylgst með systur minni ganga í gegn um sambandsslit síðustu mánuði

langaði mig að fanga ferlið hennar og komandi tíma í innsetningu. Ég hef alltaf litið á

matarboð sem ímynd fullkomleikans og vildi því hafa sögulínuna í því formi, diskarnir

sem tákn sjálfsmyndarinnar og svo mataræði hvers ferlis. Við byrjum þar sem allt er

gott, sunnudags steikin á sínum stað og lífið brosir við þeim, en þó eru sprungur í

sambandinu sem ég túlkaði með fyrstu brotnu disknunum. Svo koma orðin “ég er hættur

með þér” og allt springur. Þú hættir að næra þig almennilega og nærð ekki að halda

jafn vel utan um allt. Að lokum komumst við að kaflanum þar sem þú setur þig í fyrsta

sæti. Stelpurnar koma í mat og allt verður smám saman betra. En vissulega eru enn

nokkrar sprungur í disknum en á endanum verður hann aftur heill.


Blönduð tækni. 3 plötur, 2
(110x109)cm og 1 (110x120)cm

Mynd 615
Mynd 616
Mynd 617