Lítill fugl leiddi mig niður dal fullan af lúpínu lyktin var yfirgnæfandi
Grasið á milli tánna minna skar mig ekki heldur strauk mig eins og það væri að kveðja
Ég elti nið læksins þangað sem fyrstu geislar sólarupprásarinnar sleiktu landslagið og ég fann tærnar á mér sökkva í mjúkan jarðveginn í leit að festu
Innblásturinn minn kemur frá því að vera meðvitaður um það hver ég er og hvar ég er hverju sinni og mæta hlutum eins og ég sé að upplifa þá í fyrsta skipti.
Í verkinu Hugarró lít ég um öxl og tek saman tímabil og tilfinningar sem að hafa mótað hver ég er í dag og nota þær til að veita mér innblástur fyrir næsta kafla lífs míns.
Efni og stærð: ljósmyndir og texti á grafík pappír og tré
Rammar 35 x 50 cm