Elís Gunnarsdóttir
This is a Safe and Loving Universe

Elís Gunnarsdóttir

This is a Safe and Loving Universe

This is a Safe and Loving Universe er tilraunakennt tónverk fyrir sálina. Verkið er samansett úr hljóðbútum sem voru teknir upp af fundnum sjálfshjálparkassettum. Þessir bútar voru síðan teygðir og togaðir í Roland SP404SX sampler og ofnir saman í tölvu.

Ég hef verið heilluð af sjálfshjálparefni í nokkur ár og fannst þar af leiðandi tímabært að gera verk í þeim dúr í kófinu. Þó að mikil óvissa og sorg liggi í loftinu á heimsvísu finnur fólk víða fyrir miklum þrýstingi að nýta þennan tíma vel og bæta líf sitt.

Sjálfshjálp og dáleiðsla biðja hlustandann að opna sig, hlusta, gefa og taka á móti. Það má segja að hún biðji okkur að fylgja lykilreglu galdranna: til þess að geta framkvæmt alvöru galdur er nauðsynlegt að trúa á eigin mátt.

Efni: Hljóðverk í stereó, lengd 17:27 mín.