Elín vinnur í marga miðla, en hún telur mikilvægan part af vinnuferlinu sé að skoða hugmynd frá öllum sjónarhornum. Til að vita hvaða miðill hentar hverju sinni er það hugmyndin, sagan og tilfinningin sem skiptir mestu máli.
Húmor og grín spila oft stóran þátt í verkum hennar, en alvarleikinn er sjaldan langt undan. Verk Elínar eru oft mjög persónuleg, en nýlega hefur hún rannsakað hvernig það er að vinna með sársauka út frá hennar eigin reynslu. Sársauki er ótrúlega erfiður en hann er hluti af hennar daglega lífi þar sem hún er með krónískan sjúkdóm. Hún telur mikilvægt að sjá fegurðina í erfiðleikunum og að vita að þetta er hversdagsleikinn fyrir fólk.
Dýrlingaelementið er einnig stór hluti af verkum Elínar og er það notað í bland við kaldhæðni og drunga. Hugtakið dýrlingur er notað yfir persónu sem er heilög og ósnertanleg fyrirmynd fyrir almenning. Dýrlingaverk hjá trúarhópum eru upp til hópa böðuð gulli og gersemum og finnst Elínu skemmtilegt að nota ómerkilega og hversdagslega hluti í verkin og skjóta þannig á þessa þversögn sem er ríkjandi hjá mörgum trúarhópum.
Undirtitlar og stærðir (ef um er að ræða seríu verka):
Græt fyrir syndir þínar (26x20 cm) Eggtempera á viðarplötu
Enginn titill (26x20 cm) Eggtempera á viðarplötu
Syrgð (100x80 cm) Olía á striga
Heilaþoka (60x50 cm) Olía á striga