Í lokaverki mínu vann ég með Transformers. Annars vegar gerði ég myndverk og hins vegar gerði ég myndband, eða s.k. ,,Video Essay’’ um Transformers.
Að teikna Transformers er mitt stærsta og skrítnasta áhugamál. Ég er stoltur af sjálfum mér að hafa gert það umfjöllunarefni að lokaverki. Ég gerði 9 samsettar myndir og ákvað að fara með þema af combiners (5-6 vélmenni sem verða af einu stóru vélmenni) því þau eru mest áhugaverð á sjónrænan hátt. Ég notaði google til að finna hugmyndir að viðeigandi bakgrunn á hverja mynd, byggt á þema hvers vélmennahóps og málaði þá með akrýl málningu. Einfalt dæmi eins og hópur af flugvélum með bláan himinn og hvít ský sem bakgrunn og eitthvað aðeins meira óhlutstætt eins og hópur sem heitir Terrorcons þannig ég googlaði orðið "Terror" fyrir óhlutbundinn bakgrunn.
Hugmyndin að myndbandinu kviknaði í samræðu um uppáhalds kvikmyndir og þeirri ástríðu sem ég hef fyrir efninu. Ég ákvað að gera greiningu eða ,,video – essay’’ myndband um áhugamál mitt, Transformers. Ég vann myndbandið með forritinu Premier og náði mjög góðum tökum á því. Það kom mér á óvart hversu fljótur ég var að læra á Premier og hversu þolinmóður ég var að takast á við þá áskorun að læra nýja hluti.