Það sem leynist bak við skugga 4. víddarinnar er tilraun til að taka mynsturgerð skrefinu lengra.
Handþrykkt mynstrin byggja á hleðslu og sjónhverfingum. Mynstrin eru sérstök að því leyti að þau geta öll staðið sér, en stemma líka þegar þau eru lögð ofan á hvert annað. Þetta gerir það að verkum að hægt er að skeyta þeim saman á ótal vegu og þá fást tugir möguleika á mismunandi mynstrum út frá fáum mynstureiningum.
Innblástur mynstranna er hugmyndin um myrkfælni sem völundarhús hugans og björgunin sem á sér stað í skuggaspili.