Ég hef alltaf haft gaman af því að skrifa og lengi vantað “afsökun” til þess að koma því
loksins í verk að búa til bók. Jafnvel þó það gæti verið óhefðbundið í myndlistaskóla. Að
mínu mati er það að skrifa jafn mikil myndlist og að mála. Myndin verður bara til í
höfðinu en ekki fyrir framan augun.
Í bókinni eru þrjár sögur: Svo bregðast krosstré, Óendurvinnanlegt sorp og Að skjóta
rótum. Allar eru ólíkar en fjalla þó, hver á sinn hátt, um einhverskonar átök við sjálfið.
Smásagnasafn, 3 sögur, 46 bls.