Ég hef brennandi áhuga á sögugerð og allskyns ævintýrum og mig langar að vinna við að búa til barnabækur.
Lokaverkefni mitt er myndabók sem fjallar um svangt tröll á leið heim með kvöldmatinn sinn. Það rekst á barn úti, og þar sem börn eru uppáhaldsmatur trölla þá grípur tröllið barnið með sér. Textinn í sögunni er frá sjónarhorni tröllsins en barnið fær sína rödd í gegnum myndirnar. Barnið er í raun aðalpersónan þar sem lesendur eiga að finna fyrir hættunni sem steðjar að því og standa með því á meðan það finnur leið til að sleppa frá tröllinu.
Stefnan í framhaldinu er að fara í meistaranám í barnabókateikningu við Anglia Ruskin háskólann í Bretlandi.