Adam Sigurðsson
Hrævareldur

Adam Sigurðsson

Hrævareldur

Hrævareldur er stutt teiknimynd (e. animation) unnin í Photoshop. Ég sótti innblástur til hrævarelda, sem einnig kallast mýrarljós, en í bókmenntum tákna þau gjarnan vonir eða markmið sem ómögulegt er að ná, sama hversu lokkandi þau virðast. Þá var innblástur einnig sóttur til teiknimynda, tilfinninga, geðheilsu og eigin reynslu.

Markmið verkefnisins var að fara út fyrir þægindarammann, læra af mistökum, setja markið hátt og sýna þrautseigju og þolinmæði. Eitt af því sem mér hefur alltaf þótt heillandi við teiknimyndir er að færa hugmyndir til lífs; að persóna sem á sér engan stað í raunveruleikanum geti vakið samkennd og haft áhrif á fólk.

Í verkefninu eru hrævareldar í senn táknrænir og bókstaflegir. Aðalpersónan er myrkfælin og reiðir sig á ljós hinnar persónunnar, þar sem persónan trúir ekki að hún sjálf búi yfir neinu ljósi. Með hjálp nær hún í lokin að standa á eigin fótum. Boðskapur verksins er einmitt sá, að læra að standa með sjálfum sér og umkringja sig réttu fólki í stað þess að eltast við viðurkenningu rangra aðila.

As1
As2