Ástrós Ýr
Nýtt líf

Ástrós Ýr

Nýtt líf

Blönduð tækni

Lokaverk mitt er innblásið af lífinu og tilverunni, af okkar mannlega eðli í samspili við

samfélag.

Að rýna í mannkynssögu má sjálfan sig sjá í raunum forfeðra og mæðra. Setja sig í spor

þeirra sem áður hafa gengið sína lífsleið og á meðan skrifa sína eigin.

Hvernig samfélag býr til kröfur og kerfi að reyna að temja hið fullkomna kaós sem lífið er.

Líkt og heilög form sem náttúran fylgir og endurtaka sig aftur og aftur.

Fegurð náttúrunnar má finna í frávikum frá formi sem bjóða upp á framvindu.

Í fjölbreytileikanum má finna tækifæri á þróun lífsins.

Líkt og ögrun kerfa býður upp á endurskoðun og spurninguna, hvernig geta hlutirnir verið

betri?

Vefur lífsins tengir allt frá fæðingu alheims að okkar örstuttu viðveru þar sem hvert skref

skiptir máli,

Í dansi lífsins hvort sem það er í samhljóm eða úr takt er það fullkomið eins og það er

Fullkomið til endurskoðunnar

Tómur strigi með endalausum valmöguleikum er klipptur niður í búta

hver bútur þjónar sínum tilgangi sem partur af stærri heild

Tengd saman af rauðum þræði

þráðurinn umlykur efni og leiðir í hjartað

Bjartur samfestingurinn í bútum

ermar, búkur, skálmar belti,

sem hver er eigin heild,

Stendur á kopar þráðum tengda í spíral

upp til himins handan sviðs og tjalds

Í tengingu efnis við anda

,en veit hver sá heilvita maður að kopar er besta efnið til að miðla orku,

Koparflækjan býr í brjósti, heldur uppi útsaumuðu hjarta frá ömmu

Í hjartað leiða allir þræðir

Út úr stungið hjarta sem geymir nálarnar

Úr sumum nálum liggja þræðir

En langflestir eru títuprjónarnir sem ekki geyma þráð

Heldur eru reiðubúnir til taks ef þarf að stinga efnið niður

Halda því kyrfilega í stað

Efnis bútarnir togast í allar áttir af kopar vírum

sem jarðtengja efni við efni

Umlukinn svörtu efni tíma og rýmis

Við hlið hans er gamall myndarammi, fortíð hans dularfull ráðgáta,

eflaust hefur hann haldið á mörgum minningum

en þjónar nú þeim tilgangi að bjóða áhorfanda að líta í brotinn spegil,

Í þessari brotnu sjálfsmynd er hægt að spegla sig í hverju broti

hvert brot sýnir eigin speglun

Mismunandi sjónarhorn á sama tening

Er ein speglun röng vegna mismun sjónarhorns

Á gólfinu liggja fleiri beitt spegilbrot,

Glitrandi fjarlægar stjörnur minna á sig

gleymdar minningar sem hægt er að sækja aðeins ef þú leitar þeirra

Í svarta vef alheimsins

Líkar þér við hvað brotin segja

Hverju vilt þú halda

Hverju viltu þú sá

Hverju vilt þú sleppa takinu á

Hver dagur, hver klukkustund, hver mínúta og sekúnda býður þér í dans

Hver ákvörðun tækifæri á nýju lífi

Hver útöndun sleppir takinu á því sem var

Hver andardráttur nýtt líf

Mynd 113 1
Mynd 114 1