Ásta Katrín Ágústsdóttir
Tölur

Ásta Katrín Ágústsdóttir

Tölur


Olíumálning á striga

90x120

Margir kannast við að hafa setið á gólfinu hjá ömmu, langömmu eða mömmu og
gramsað í gamla töluboxinu. Þar sem litlar skrautlegar tölur með allskyns munstri,
áferð, efni og litum urðu að dýrmætum fjársjóði í barnshöndum. Þær voru sumar
þungar, sumar kaldar og sumar mjúkar, hver og ein með sitt eigið form og sögu. Í
þessu verki reyni ég að vekja tilfinningu um hlýjar minningar æskunnar sem lifa
áfram í efni, formi og ímyndunarafli. Ég vil skapa brú á milli fortíðar og nútíðar, á milli
hversdagslegra hluta og innri veraldar bernskunnar. Í hverri tölu felst möguleiki á
nýrri sögu, endurminningu eða tilfinningu sem endurspegla tengsl okkar við
handverkið, konurnar sem söfnuðu þeim og okkur sjálf sem börn að uppgötva
heiminn. Þær minna á þá fegurð sem býr í hinu smáa og hvernig hlutir sem virðast
ómerkilegir við fyrstu sýn geta geymt heilu ævintýraheimana

Mynd 174