Verk mín eru lang oftast með óákveðinn endi þegar að ég byrja á þeim. Ég byrja með ákveðinn lit, litapallettu eða efni sem mér langar að setja frá mér og leyfi þeim svo að stjórna ferlinu með mér. Ég fæ mestan innblástur úr umhverfi mínu, skapinu mínu, umhverfishljóðum eða tónlist sem ég vel mér. Allt þetta kemur saman og myndar lokaútkomu verkanna.
Lokaverkið mitt snýst um að draga þig, mig og manneskjuna yfir höfuð inní ,,urban’’ og náttúrulegt umhverfi með aðstoð spegla.
Efni: Speglar, pappi, glerkrukka, akrýll og notaðir gítarstrengir