05.11.25
Við tökum við umsóknum um nám á textílbrautina fyrir vorönn 2026

Hefurðu áhuga á myndlist, hönnun og listhandverki? Við getum bætt við nemendum á textílbrautina á vorönn 2026.

Um er að ræða tveggja ára nám með áherslu á á aðferðir, tækni og tilraunir. Námið hentar einnig nemendum sem hafa þegar lokið háskólanámi í myndlist eða hönnun og vilja dýpka fagþekkingu sína á efni og aðferðum á einu af þessum sviðum.

Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna.

Umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 14. desember.

Vorönn hefst þriðjudaginn 6. janúar 2026.