Myndlistaskólinn í Reykjavíl gætir fyllsta jafnréttis við ákvörðun launa og annarra starfskjara. Allt starfsfólk skal fá greidd jöfn laun og njóta sömu starfskjara fyrir jafnverðmæt störf. Skilgreining Myndlistaskólans á launajafnrétti styðst við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.
Skólinn leggur áherslu á jafnrétti á vinnustöðum í hvívetna og starfsmenn njóta sömu tækifæra til starfsþróunar og menntunar, sem og sömu launa fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni, uppruna eða öðrum óviðkomandi þáttum.