Listaháskólinn í Leeds (Leeds Arts University) og Myndlistaskólinn í Reykjavík hafa um árabil haft með sér samkomulag um að nemendur sem lokið hafa tveggja ára viðbótarnámi við MíR geti sótt um að komast inn á lokaár til BA prófs við LAU. Nýlega barst yfirlýsing þess efnis að útskrifaðir nemendur MíR muni sjálfkrafa fá 20% afslátt af skólagjöldum á fyrsta námsári við LAU. Yfirlýsingin er staðfesting LAU á gæðum námsins við MíR því nemendur sem sótt hafa nám við LAU hafi verið framúrskarandi. Áframhaldandi samstarf skólanna sé því ekki síður mikilvægt fyrir Leeds Arts University en fyrir Myndlistaskólann í Reykjavík.
Afslátturinn einskorðast ekki við þau sem lokið hafa viðbótarnámi og fara í eins árs nám til að ljúka BA gráðu heldur gildir það um alla nemendur í grunnámi í listum.
Þetta er mikið gleðiefni enda er það eitt af markmiðum Myndlistaskólans í Reykjavík að undirbúa nemendur sem best fyrir frekara nám, hvar sem það fer fram.
Leeds listaháskólinn er annar tveggja erlendra háskóla sem nú eru með samninga við Myndlistaskólann.