23.08.22
Nemendur í árs myndlistarnámi fóru í námsferð til Prag með tilstuðningi Erasmus+

Í maí fóru nemendur í árs myndlistarnámi ásamt fríðu föruneyti í námsferð til Prag. Ferðin var farin með tilstuðningi Erasmus+.

Hér má sjá frá ferðinni þar sem nemendur heimsóttu listasöfn, vinnustofur og tóku þátt í skapandi listasmiðjum.

Meðal annars voru samtökin Barvolam sótt heim. Barvolam eru samtök sem styðja við listamenn með taugafjölbreytni. Í haust verða þau í samstarfi við List án landamæra með sýningarhald og listasmiðjur.

Myndbandið sem sýnir frá ferðinni er eftir Lee Lorenzo Lynch og Margréti M. Norðdahl.