Á námskeiðinu er lögð áhersla á myndbyggingu og flóknari teikningu með tilliti til námskeiðanna Grunnþættir teikningar og Teikning: Kyrralíf.
Nemendur eru hvattir til að skeyta saman myndefni úr ólíkum áttum og leika sér með hlutföll og áherslur. Hverjum og einum nemanda er mætt á eigin forsendum en gert er ráð fyrir grunnfærni í teikningu eða því sem nemur að hafa sótt ofangreind námskeið.
Námskeiðið er 6 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.
Ljósmynd er af teikningu Vilhjálms Yngva Hjálmarssonar. Verkið var hluti af sýningu hans Snúningshraði (2023) í Kling og Bang.