Teikning: Kynstur

Á námskeiðinu er lögð áhersla á myndbyggingu og flóknari teikningu með tilliti til námskeiðanna Grunnþættir teikningar og Teikning: Kyrralíf.

Nemendur eru hvattir til að skeyta saman myndefni úr ólíkum áttum og leika sér með hlutföll og áherslur. Hverjum og einum nemanda er mætt á eigin forsendum en gert er ráð fyrir grunnfærni í teikningu eða því sem nemur að hafa sótt ofangreind námskeið.

Námskeiðið er 6 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Blýantar (2H, HB, 2B, 4B, 6B), yddari, strokleður og hnoðleður.
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
Undanfari:

Hafa lokið Grunnþáttum teikningar eða Teikning: Kyrralíf eða sambærilegu grunnnámskeiði í teikningu.

Ekki verður kennt í páskaleyfinu:

mánudagana 14. og 21. apríl.

MIR Evening Class 29

Rauðarárstígur 10

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
N0317 17. mars, 2025 – 5. maí, 2025 Mánudagur 17. mars, 2025 5. maí, 2025 Mánudagur 17:45-21:00 Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson 67.500 kr.