Á námskeiðinu er lögð áhersla á mælingar og hlutföll, stefnur og staðsetningu hluta í rýminu. Teiknuð eru náttúruform og fjölbreytt form hluta. Með fríhendisteikningu er viðfangsefnið mótað með blæbrigðaríkri skyggingu og efnisáferð. Fjallað er um myndbyggingu og margvíslega birtingu teikningarinnar í gegnum listasöguna.
Athugið að námskeiðið er framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa lokið Grunnþáttum teikningar eða sambærilegu grunnnámskeiði í teikningu.
Námskeiðið er 6 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.