Unnur Snorradóttir
INK

Unnur Snorradóttir

INK

INK er saga sem sprottin er frá því að búa í suð-austur London við götur þar sem partur af mannlífinu eru gamlir pönkarar og anarkistar; kynslóð sem er orðin vel fullorðin en hættir aldrei að vera pönk og reið út í heiminn. Sagan fjallar um konu sem hefur aldrei hætt að berjast fyrir sínu eigin frelsi, en er komin með Alzheimer’s og þarf öryggi og bakland sem hún hafnar á hverjum morgni.

Handritið sem Björn Rúnarsson skrifaði í handritanámi þegar við bjuggum úti þótti mér strax geta virkað sem myndaskáldsaga og hafði hana bakvið eyrað síðustu ár. Þegar kom að lokaverkefni vildi ég sjá sjálfa mig klára eitthvað alveg í gegn fremur en að gera nokkrar fullkláraðar síður. Eðli bókarinnar bauð upp á hráleika sem hentar mér vel og tækifærið til að vefja saman bleknotkun í tattúi og í myndum.


DZ9 A9523
DZ9 A9508 1