Málverk, myndband
Verkið samanstendur af átta málverkum, kúrekahöttum og myndbandi. Málverkin og hattarnir endurspegla hugarheim listakonunnar sem einkennist af gleði og ævintýrum. Gleðin birtist í verkunum sem sterkir og fallegir litir sem valdir eru af innsæi. Ólíkum formum er beitt og pensilförin eru í senn bæði gróf og fín. Fígúrur eru á ferð og flugi og doppur í ýmsum litum lýsa upp myndfletina. Hattarnir og myndbandið tengjast áhuga listakonunnar á villta vestrinu, kúrekum og bíómyndum og einnig æskuminningum hennar með fjölskyldunni sinni. Sköpun, ævintýraheimar, léttleiki, spenna og gamansemi eru sterkir þættir í fari listakonunnar og birtast með skýrum hætti í verkinu.