Haukur Hafliði Björnsson
Hugarflugið

Haukur Hafliði Björnsson

Hugarflugið

Efniviður: Myndband, pappamassi


Galdramaðurinn og illmennið Rauði getur breytt sér í dreka. Hann býr yfir ýmsum

kröftum (m.a. eld- og ískröftum) og er ólmur í að tileinka sér fleiri. Rauði vill stjórna öllum

alheiminum með hjálpa orkahers og aðstoðarmannsins Klára. Þau ferðast um í risastóru

geimskipi. Rauði hefur óbeit á póní-hestum. Hann ætlar að ná yfirráðum í kristalsríkinu

með myrka steininum sínum. En Twilight póní-hestur og vinir hennar finna út úr því

hvernig á að stoppa hann. Rauði heldur áfram að reyna með risastórri leisigeislabyssu,

en Twilight og félagar stela batteríinu úr leisigeislabyssunni og nota það til þess að

hlusta á tónlist og skemmta sér.

Þetta er framhaldsmynd.

Mynd 297