Haraldur Björn Sverrisson
Vættir

Haraldur Björn Sverrisson

Vættir

Vættir er sambland af skúlptúr og lifandi díórömu sem er innblásin af íslenskri þjóðtrú og náttúru. Um er að ræða hliðstæðan veruleika þar sem okkar gamla þjóðtrú um náttúruvætti er ekki bara trú, heldur raunveruleiki þeirra sem þar búa. Verkið fangar andrúmsloft þessa hliðarheims og er það líkt og hluti þess hafi verið tekinn uppúr jörðinni og færður í smækkaðri mynd heim í stofu til okkar.

Smáfígúrurnar hjálpa til við að raungera heiminn og gera áhorfandanum auðveldara með að staðsetja sig í þessum ímyndaða hliðarheimi á meðan mosinn, einkennandi teppaábreiða íslensks landslags, gefur verkinu líf. Þannig er verkið hugsað sem eitthvað sem fólk kemst í snertingu við reglulega. Það má vökva það, snerta og strjúka fingrum eftir áferð mosans á meðan maður leyfir sér að ímynda sér hvernig er að vera partur af þessum undraverða heimi náttúruvætta og manna.

Haraldur Björn 1
Haraldur Björn 2
Haraldur Björn 3
Haraldur Björn 4
Haraldur Björn 5
Haraldur Björn 6