Verkið eru sex gifsafsteypur, á þeim eru æðar af bleki sem mynda marmara effekt.
Gifsafsteypurnar eru af höndum og byggjast stellingar þeirra á klassískum marmara
skúlptúrum.
Innblásturinn af verkinu myndaðist fyrst og fremst úr áhuga mínum á marmara. Ég vildi
blanda ást minni fyrir klassísku styttunum, sem snérust flest um það að höggva úr
marmara hin fullkomna líkama og fyrir þeim sem ég held mest upp á í dag, sem sýna
hin fullkomna ófullkomleika líkamans.
Heiti verksins er In manibus meis. Það er latneska þýðingin af setningunni In my hands.
Sá titill vitnar í elsta form marmara höggsins, að grafa latneskt letur í marmara.