Benedikt Ari Arason
Næði

Benedikt Ari Arason

Næði

Næði táknar þá stöðugu og oft ósýnilegu baráttu sem margir lifa með, sérstaklega fólk

sem upplifir geðrofseinkenni eins og skynjunartruflanir. Hugmyndin byggist á

röddunum og hvernig áreiti getur veitt tímabundið skjól frá þeim. Fólk notar

mismunandi aðferðir til þess að bregðast við röddunum, sumir nota aðferðir til að

draga úr þeim áhrifum, aðrir ekki.

Verkið sýnir eina slíka leið og einkennist af miklu áreiti. Sjónvarp og útvarp í gangi

samtímis, ABC News í sjónvarpinu, á meðan Lindin hljómar í bakgrunni skapar

ákveðna truflun. Þegar áhorfandi fær sér sæti í stólinn, breytist upplifunin þar sem

hátalarar innbyggðir í stólinn spila hljóðverk sem á að líkjast þeirri upplifun að heyra

raddir.

Verkið einkennist af mikilli óreiðu, bjórdósir, nammibréf, sígarettustubbar og tuggðar

karamellur. Þessi óreiða á að tákna upplifun sumra af þeim áskorunum sem geta fylgt

geðrofseinkennum.

Verkið leggur áherslu á þessa ósýnilegu glímu og leiðir áhorfandann inn í heim þar

sem röddunum tekst að yfirgnæfa þá aðferð sem notuð er til þess að komast undan

þeim.

Næði er sett fram af virðingu og er ætlað til þess að vekja samkennd og auka skilning

á þeim áskorunum sem fylgja geðrænum vandamálum.

Mynd 24
Mynd 27
Mynd 29
Mynd 26