29.04.25
Vorsýning!

Vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík verður opnuð fimmtudaginn 8. maí kl. 15:00 í nýju húsnæði skólans að Rauðarárstíg 10 (við Hlemm).

Verkin á sýningunni eru eftir 108 nemendur dagskólans og um 300 nemendur á námskeiðum, bæði börn og fullorðna.

Nemendur á fyrra ári í námi til stúdentsprófs sýna verkefni unnin í teikniáfanga en stúdentsefni brautarinnar sýna sjálfstæð lokaverkefni eftir tveggja ára nám. Nemendur sem þegar hafa lokið starfsbraut eða stúdentsprófi af annarri braut framhaldsskóla sýna sjálfstæð lokaverkefni eftir eins árs nám við skólann.

Tveir nemendur á textílbraut sýna sjálfstæð lokaverkefni en aðrir nemendur á keramikbraut, listmálarabraut, teiknibraut og textílbraut sýna verkefni unnin á fyrra námsári af tveimur.

Á sýningunni verða verkefni eftir nemendur á námskeiðum við skólann – bæði börn og fullorðna. Kennarar velja verk til sýningar í samráði við nemendur.

Við hlökkum mikið til að sýna nýja húsnæðið okkar. Vorsýningin er tilvalið tækifæri fyrir listunnendur og þá sem hafa áhuga á að kynnast námsframboði og starfsemi skólans.

Opnunartímar sýningar:

  • 08.05. fimmtudagur kl. 15-18 (Opnun)
  • 09.05. föstudagur kl. 13-18
  • 10.05. laugardagur kl. 13-18
  • 11.05. sunnudagur kl. 13-18
  • 12.05. mánudagur kl. 13-18

Kaffiveitingar og góð stemning. Verið hjartanlega velkomin!

Vorsyning 2025 A3 poster2