Textílbraut Myndlistaskólans í Reykjavík hefur átt spennandi samstarf við íslenska hönnunarfyrirtækið As We Grow, þar sem nemendur fengu tækifæri til að vinna með raunverulegu vörumerki og þróa nýjar hugmyndir sem byggðu á gildum og fagurfræði As We Grow.
Í verkefninu fóru nemendur í gegnum ítarlega rannsóknarvinnu og fengu innsýn í sögu og hönnunarstefnu fyrirtækisins, sem er þekkt fyrir sjálfbæra og tímalausa hönnun.
Með handleiðslu Álfrúnar Pálmadóttur, sem hefur sérhæft sig í prjóni og textíl, þróuðu nemendur nýja textíla með handknúnum prjónavélum sem spegla þessa nálgun. Álfrún, með reynslu á sviði hönnunar og textíllistar, aðstoðaði nemendur við að þróa hugmyndir sínar og nýta prjónatækni á prjónavélum.Textíllinn sem nemendurnir þróuðu eru nú til sýnis í búð As We Grow. Þessar útfærslur endurspegla bæði frumleika og möguleika í áframhaldandi þróun þeirra í vörur fyrirtækisins. Verkefnið gaf nemendum tækifæri til að nýta sjálfbæra hönnun og skapa textíla sem sameina listrænt gildi og notkunarmöguleika.
- Opnun 3. apríl kl 18-20 á Hafnarstræti 19, Hafnartorgi Dagskrá Hönnunarmars 2025
Aðrir opnunartímar eru:
- Opið 3. apríl 12:00 - 18:00
- Opið 4. apríl 12:00 - 18:00
Viðburð í Facebook
Hægt að fylgjast með á instagraminu!