09.12.25
Sérskreyttar stafafurur – íslenska jólatréð

Fjórir nemendur á Textílbraut Myndlistaskólans í Reykjavík voru fengnir til að skreyta stafafurur á sinn einstaka hátt. Trén verða til sýnis á Jólamarkaðnum í Heiðmörk alla aðventuna.

Sveina Rósa, Perla Rúnarsdóttir, Embla Arnarsdóttir og Valborg Elísabet unnu hvert sitt jólatré út frá ólíkum efnivið – allt frá afklippum úr framleiðslu 66°Norður og endurnýttum pappír til salts og ullar.

Útkoman er einstök flóra af skreytingum sem sýna stafafuruna í sínu fallegasta ljósi.

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk verður opinn allar fjórar aðventuhelgarnar frá kl. 12:00–17:00. Aðventuhelgar 2025:

  • 29.–30. nóvember
  • 6.–7. desember
  • 13.–14. desember
  • 20.–21. desember
Furdufurur Textildeild Myndlistaskolans 2025 4
Furdufurur Textildeild Myndlistaskolans 2025 8
Furdufurur Textildeild Myndlistaskolans 2025 1
Furdufurur Textildeild Myndlistaskolans 2025 11