07.02.25
Nemendur listnámsbrautar og fornáms sýna verk sín á vetrarhátíðinni í ár

Á vetrarhátíð 07.-09. febrúar milli kl. 18:30 og 22:30 á horni Bankastrætis og Skólavörðustígs sýnir hópur nemenda á listnámsbraut og fornámi verk unnin undir handleiðslu Doddu Maggýjar. Nemendur unnu videó á einni viku út frá eigin hugðarefnum og rannsökuðu í gegnum vídeómiðilinn. Þemun spanna allt litrófið frá ljóðrænu til tilvistarlegra vangaveltna; m.a. sjálfsmynd, tónlist, tísku og stop-motion animation.

Mynd af verki Gunnars Bergs Smára, nema úr fornámi

Dagskrá Vetrarhátíðar

Gunnar Berg Smari